Mínar síður og Félagakerfi

Umbylting á stafrænni umsýslu félgasamtaka​

Félagakerfi einblínir á að einfalda líf starfsmanna íslenskra félagasamtaka. Við smíðum lausnir sem einfalda daglega umsýslu og gefa starfsmönnum rými til að veita félagsmönnum enn betri þjónustu. 

Fyrirtækið var stofnað sumarið 2019 í kringum Félagakerfi sem hefur verið í þróun síðustu ár. Fyrirtækið leggur áherslu á þróun lausna fyrir stéttarfélög og hefur náð góðum árangri með kerfið sem hefur verið unnið með Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF), Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Lyfjafræðingafélagi Íslands og dk hugbúnaði.

Í dag er Félagakerfi með starfstöð í Bæjarlind 14-16, 201 Kópavogi (2. hæð).

Gildi

Við trúum á að gagnsæi í vinnubrögðum, náið samstarf við viðskiptavini og framúrskarandi þjónusta sé leiðin til árangurs!

Gagnsæi

Gagnsæi í vinnubrögðum skiptir okkur miklu máli. Allt sem snertir t.a.m. samskipti við viðskiptavini, þróun kerfisins og reikningagerð.

Samstarf

Við trúum því að öflugt samstarf við viðskiptavini leiði til þess að varan verði enn sterkari. Með skilvirkum samskiptum er hægt að fá endurgjöf á kerfið og hugmyndir um hvað betur megi fara.

Þjónustulund

Við viljum veita framúrskarandi þjónustu. Vera til taks þegar að spurningar vakna og svara fyrirspurnum af kostgæfni. Við viljum að viðskiptavinir finni fyrir því að þeir skipta okkur máli.

Spurningar og svör

Ef þig langar að vita meira um Félagakerfi þá ertu á réttum stað. Þessi leiðarvísir tekur saman helstu spurningar og svör um Félagakerfi, vöruna (virkni og eiginleika), gjaldheimtu & verðskrá o.fl.
Mínar síður fyrir félagasamtök er sérlega hentugt fyrir öll stéttar-, góðgerðar-, íþróttafélög og klúbba. Viðmótið er notendavænt og er afar auðvelt að læra á kerfið og taka það í notkun.dk fyrir félagasamtök inniheldur allar algengar kerfiseiningar eins og fjárhags-, banka-, sölu-, birgða-, innkaupa- og launakerfi og í viðbót inniheldur það félaga-, sjóða, styrkja- og innheimtukerfi, tengingar við orlofshúsakerfi, veflausnir, þjóðskrártengingu, námskeiðsskráningarkerfi og margt fleira. Mínar síður er 100% tengt við dk.

Félagakerfi er fyrst og fremst fyrir þá aðila sem stýra og sjá um rekstur félagasamtaka. Við viljum einfalda líf þeirra og aðstoða þá að einfalda alla umsýslu og færa félagasamtök úr handvirkri vinnu og yfir í sjálfvirka.

Uppsetning á Félagakerfum telur í dögum en ekki vikum. Háð því að við getum tengst grunnkerfum með auðveldum hætti og sótt viðeigandi upplýsingar um félagsmenn. Við yfirförum og aðlögum stillingar á mínum síðum eftir þinni þörf.
Já, við höfum sérsmíðað reiknivél sem byggður er í grunninn útfrá fjölda félagsmanna og þá hversu mikið er unnið með hverja umsókn. Afgreiðsla umsókna getur tekið mismikinn tíma og fer eftir því hversu “handvirk” núverandi uppsetning hjá viðeigandi stéttarfélagi er.Reiknivélina má finna hér.
Félagakerfi er fyrir samtök eða stéttarfélög sem nota DK Hugbúnað fyrir bókhaldsumsýslu.

Já, erum með opið síðu hér sem heitir eiginleikar og þar má nálgast gagnlegar upplýsingar. Ef þú ert með hugmynd að bættu Félagakerfi að þá máttu endilega senda okkur tölvupóst á [email protected]